Fimm próf búin

Jæja, núna mega jólin koma.  Fimm próf búin.  Ég er steiktur á teini. Held að mér hafi ekki gengið vel í þessu prófi.  Undarlegar spurningar og Óli ruglaður.  Kemur bara í ljós.  Púff.

Ég er hér með að ljúka gríðarlega langri törn.  Hún byrjaði sirka í maí þegar ráðstefnuundirbúningur fór á full og vinnan líka.  Hún náði smá klæmax í miðjum júní og minnkaði síðan aðeins en BA-verkefnið tók eiginlega við.  Því var lokið í september eftir ægilega törn þá.  Valdimar tók við en þar að auki voru hálfsmánaðarleg próf og ýmis verkefni.  Mikið lesefni í Rannsóknunum og yfir meðallagi í Munnlegu hefðinni.  Desember kom síðan með fimm próf og ýmislegt fleira.  Núna á ég næstum mánaðarfrí og þá fer ég í kúrs eingöngu mér til skemmtunar.  Síðan byrjar eitthvað aftur en ég vona það verði ekki svona erfitt aftur.  En ég er að blekkja mig, ég er alltaf að taka að mér einhver verkefni og gera meira en ég þarf.

En úff, þetta var erfitt.  Langar að öskra eða hnipra mig saman og væla.  Bara eitthvað.  Nei, litlu jól þjóðfræðinnar ættu að vera skemmtileg og síðan sef ég bara eins og Þyrnirós í eina fokkings öld.