Metnaðarleysi í safnamálum

Það má hiklaust mæla með grein Eggerts um Náttúrugripasafnið.  Það er alveg magnað að vita af öllu kjaftæðinu sem söfn landsins eru í.  Hér nota ég reyndar víðara heiti á söfnum en safnafræðingar þar sem ég er líka að hugsa um skjalasöfn og bókasöfn.  Safnið hjá RÚV er náttúrulega gott dæmi.  Þar þarf að taka verulega til hendinni.  Þjóðskjalasafnið komst líka í fréttirnar um daginn enda er það ekki heldur í góðum málum.  Þjóðarbókhlaðan þarf innilega á því að halda að þar komi fólk að sem er hefur metnað til að reka glæsilegt bókasafn sem er frontur fyrir þessa svokölluðu bókaþjóð.  En fyrirmæli dagsins eru þau að telja baunir í stað þess að horfa á heildarmyndina.

Ég hef kynnst þessum söfnum og fleirum í tengslum við nám mitt.  Það þarf eitthvað að gera.  Ég hélt að hér hefði verið einhvers konar góðæri í gangi þar sem hefði mátt dæla peningum til að verja þessi verðmæti sem síðan skapa reyndar líka verðmæti þegar á líður.  En nei, metnaðarleysið er algjört.