Blús og menningareign

Ég fór áðan á fyrirlesturinn Menningareign og munnlegar frásagnir sem Nigel Watson var með. Þetta er semsagt kennarinn sem var með blúsnámskeiðið. Mjög heillandi efni að mínu mati. Þetta er spurningin um höfundarrétt á þjóðfræðiefni. Hver má flytja sögur menningarhóps? Hver sem er? Bara sá sem hefur “blóðið”? Mjög gaman að vera með Valdimar þarna því hann er náttúrulega sérfræðingur í þessu. Kom með áhugaverða punkta. Sjálfur fékk ég hugmynd að grein sem ég ætti helst að koma mér í að skrifa.

Blúsnámskeiðið var mjög skemmtilegt. Ég lærði augljóslega heilmikið og var í góðum félagsskap þó sumir sem ég bjóst við hafi dottið úr hópnum. Nigel var líka skemmtilegur kennari og ég spjallaði líka dáltið við hann enda skipaði Terry mig sérlegan aðstoðarmann. Fékk líka hugmynd að þjóðfræðilegri blúsgrein í þessum tímum.

Námskeiðið fjallaði líka dáltið, eðlilega, um sögu svartra í Bandaríkjunum og þá sérstaklega Mississippi. Það fékk mig óneitanlega til að hugsa um lagið Strange Fruit með Billie Holiday.

Southern trees bear strange fruit,
Blood on the leaves and blood at the root,
Black bodies swinging in the southern breeze,
Strange fruit hanging from the poplar trees.

Það er mjög erfitt að skilja þessa sögu. Frekar hryllilegt.