Það var frekar áhugaverður fundur í Odda í dag. Ólafur deildarforseti var að fjalla um hugmyndir um endurskipulagningu á Háskóla Íslands. Reyndar undarlegt að þetta virtist bara hafa verið auglýst á póstlista framhaldsnema í Félagsvísindadeild og því voru í raun ekki nema örfáar hræður sem mættu. Hefði mátt plögga þetta víðar.
En það lítur út fyrir að minn mesti ótti verði ekki að veruleika. Það verða væntanlega ekki reistir háir múrar í kringum þessa nýju “skóla”. Það er náttúrulega aðalatriði að þessar greinar sem gætu átt heima svo víða geti átt samstarf við tengdar greinar sem enda í öðrum skólum. Eggert er heitur fyrir því að setja þjóðfræðina í Hugvísindaskólann en ég er svo mikið á félagsvísindasinnaður að ég er sáttur að hafa okkur á svipuðum slóðum.