Tvöfalt Steinunnarafmæli

Í dag er tvöfalt Steinunnarafmæli, Anna Steinunn systir mín er 34 ára (tíu árum eldri en ég) og Steinunn tengdamóðir mín er 43 ára. Ég óska þeim báðum til hamingju með afmælið.

Anna systir er einmitt á landinu og ég eftir að hitta hana og Haval einhvern tíman í næsta mánuði. Ég var einmitt að grínast með það þegar hún kom aðeins í sumar að hún ætti að koma um mánaðarmótin ef ég væri að flytja þá. Lengi vel var ég að reyna að halda þeim valmöguleika að skreppa til Akureyrar um þessa helgi opnum til þess að fara í afmælið hjá Hafdísi systur sem verður þrítug en því miður er ég of upptekinn. Fer seinna.