Skítkast skilar árangri

Ég er slappur, andvaka af ömurlegri líðan,ef ég skána ekki þá fer ég ekki í vinnuna á morgun (í dag eða í kvöld til að vera nákvæmur) sem á að vera síðasti vinnudagurinn í bili. Pirrandi. Ég hef annars eytt vikunni í að þjálfa eftirmann minn, hef í kjölfarið skilið hve margþætt starf mitt er í raun. Fékk annars loksins skó með stáltá í vinnunni, góð tímasetning.

Gærdagurinn var annars mjög stór á teljaranum, færslan um hann Sigurð Kára er örugglega mest lesna færsla sem ég hef skrifað þó ég telji hana langt frá því að vera besta dæmið um almenna ritsnilld mína. Fékk annars heimsókn frá Alþingi sem ég vona að hafi verið Dúfus sjálfur. Skítkast er greinilega vinsælt, sérstaklega ef því er beint að einhverjum sem á það svo augljóslega skilið.