Fólk veltir fyrir sér kenningum um það hvers vegna Stúdentaráðskosningarnar fóru eins og þær fóru.
Með fylgi Háskólalistans þá held ég að það sé tvennt sem skipti aðalmáli. Í fyrsta lagi var Háskólalistinn stofnaður til að vinna gegn kerfi sem hefur í raun ekki verið til staðar síðustu tvö ár (og fólk áttaði sig ekki á að við höfðum lamað kerfið). Í öðru lagi, og ég tel þetta mikilvægara, þá vorum við of fámenn í kosningabaráttunni og gátum því lítið gert. Eggert bjargaði hins vegar því sem bjargað varð.
Á lokasprettinum þá er eitt sem ég held að hafi hugsanlega komið með illa út fyrir Vöku. Það að fá viljayfirlýsingu um lóðir fyrir Stúdentagarða frá Villa borgarstjóra tveimur dögum fyrir kosningar og dreifa mynd af honum að taka í höndina á Sigga formanni var ekki góð hugmynd. Vaka hefur verið að reyna að losna við hægri stimpilinn og hefur staðið sig ágætlega í því. Lóðamálið kom hins vegar einfaldlega þannig út að Sjálfsstæðisflokkurinn væri að gefa Vöku loforð um Stúdentagarða í kosningagjöf.