Sjoppustúlka

Í gær, föstudag, keypti ég Shopgirl á dvd.  Shopgirl er byggð á samnefndri bók eftir Steve Martin.  Ég hef aldrei lesið þá bók en ég hef hlustað á Steve Martin lesa hana.  Ég hef þann vana að hlusta á hljóðbækur á ferðalögum og þessi var ein af þeim.  Reyndar klúðraðist það þannig að ég hlustaði fyrst á síðustu þrjá fjórðunga úr bókinni.

Myndin var góð, ekki alveg stórkostleg, en vel þess virði.  Það var mjög fyndið að horfa á hana eftir að hafa hlustað á bókina af tveimur ástæðum.  Í fyrsta lagi þá var Steve Martin sögumaður í myndinni þannig að þetta var svona svoltið einsog að hlusta á bókina og í öðru lagi þá hafði ég einmitt séð Steve Martin fyrir mér í hlutverkinu sem hann var í.  Hann og Claire Danes voru góð en ég var ekki alveg jafn hrifinn af þriðja aðalleikaranum.

Eygló sagði mér að Claire Danes minnti hana á ákveðna manneskju sem er fyndið af því að sú manneskja sagði mér einmitt að fólk teldi hana líka Claire Danes.  Ég sjálfur sá ekki svipinn fyrren akkúrat núna í kvöld.