Landsfundur

Ég er þreyttur eftir landsfund VG.  Þetta var ekki mikill gleðifundur í mínum huga.  Það komu fram fjórar ákaflega góðar ályktanir um mál sem skipta mig miklu og einungis ein þeirra komst meira og minna ósködduð í gegn.  Ein virðist að mestu dauð en tvær verða á náðarvaldi þeirra sem sitja innar en ég.  Ég hef reglulega sagt það að mér þætti gott ef að UVG væri sérstakur stjórnmálaflokkur, ég held að slíkur flokkur væri líklegri til afreka en þetta gamla lið.  En ef ungliðarnir selja sig ekki þá er framtíðin björt.