Óskarinn

Það er kannski viðeigandi að ég bloggi endalaust á bloggafmælinu.  Ég sit nefnilega hérna og horfi hálf áhugalaus á Óskarinn.  Einu sinni þá hafði ég áhuga á þessum verðlaunum og þá var þetta ákaflega stór stund.  Í mörg ár þá horfði ég alltaf á þetta og mér þótti það skipta einhverju máli hverjir ynnu.  Sem betur fer er það liðin tíð.