Krufningarstofan

Ég fór að velta einu fyrir mér um daginn.  Í aðalbyggingu Háskólans er stofa sem margir kalla krufningarstofuna.  Hún er hallandi með bogadregnum stólum og borðum.

Mín er spurning er hvort að þetta hafi verið alvöru krufningarstofa eða hvort að hún sé bara kölluð þetta vegna þess hvernig hún er sett upp.  Ef heitið er ekki bara út í loftið þá væri gaman að vita hvenær var hætt að nota hana.