Ég vil nota tækifærið og upplýsa að ég hef undanfarið bloggað undir nafninu Mengella. Ég veit að margir hafa reynt að rýna í það um hver sé á bak við það blogg en ég held að enginn hafi náð að giska á hið rétta. Ég vil þakka Dr. Gunna fyrir að hafa tekið þátt í leiknum með því að vísa á dulnefnisbloggið mitt og koma með ofhólið um það. Þetta varð að sjálfssögðu til þess að öll hjarðdýrin fylgdu í kjölfarið og lásu það. En brandarinn er orðinn gamall og ég held að ég muni á næstunni einbeita mér að því að skrifa hér.
3 thoughts on “Uppljóstrun”
Lokað er á athugasemdir.
Vá.
Þetta er bara það steiktasta sem ég hef lent í. Vinir mínir voru mikið búnir að tala um mengellu-bloggið og ég hafð lesið 1-2 færslur. Ákvað að skoða það í dag og var að velta því fyrir mér hver stæði á bakvið þetta. Þú! Af öllum. Og ég þekki þig! Ha?
Haha, til hamingju með velheppnað grín samt.
haha!
þú ert ágætur Óli.
þú ert auðvitað of góðhjartaður til að skrifa svona.
vonandi tekurðu því ekki illa þótt mannseskjan sé með leiðindi, þetta var nú ekki svo slæm gagnrýni 🙂
Ég bendi fólki á að það er eitt að eyða málefnalegum kommentum sem eru sett fram undir réttu nafni en annað að eyða skítkasti undir dulnefni.