Skemmtilegur sunnudagur

Þessi dagur var líka góður.  Ég þurfti reyndar að byrja á að ganga í niður í Mjódd í skítakulda og taka leið sem ég tek aldrei þegar ég fer í skólann (vagnarnir fara seint af stað á sunnudögum).  Í gær var ískalt í kennslustofunni og það var aftur kalt í morgun.  Ég tók að mér að hringja í húsvörð sem sagði að öllum líkindum væri ekkert við þessu að gera en reyndar kom hann síðan á staðinn og sagði okkur af hafa hurðina opna.  Frekar ólógískt en það var reyndar mun hlýrra frammi.  En þetta dugði skammt og við sátum næstum öll í yfirhöfnum okkar í allan dag.

Í hádeginu fórum við Sigrún Hanna, Röskvufólið ásamt kennaranum í Kaffitár í Þjóðminjasafninu og snörluðum þar.  Voðalega gaman að spjalla við hana.

Í kvöld fórum við Eygló í kvöldmat og spilamennsku til Árnýjar og Hjörvars.  Við kynntum fyrir þeim “Pass the Pigs” og höfðu þau ákaflega gaman af.  Fjör bara.