Borgaraleg óhlýðni bingóstjórans

Borgaraleg óhlýðni er skemmtileg.  Í dag héldum við á Vantrú bingó á Austurvelli.  Þetta var mjög vel heppnað (sérstaklega þar sem við ákváðum endanlega að láta vaða klukkan hálfellefu).  Eins og í fyrra þegar við vorum með kvikmyndasýningu þá var hringt í lögregluna sem var ekkert sérstaklega spennt að mæta.  Þessi viðbrögð þýða augljóslega að lögin er í raun óvirk og það er mjög erfitt fyrir lögregluna að réttlæta það að nokkur atburður sé stöðvaður vegna brota á lögum um helgidagafrið.  Ef lög eru háð duttlungum lögreglunnar þá á að endurskoða þau og í þessu tilfelli helst að fella þau úr gildi.

Ég fékk það skemmtilega hlutverk að vera bingóstjóri á meðan Matti sá um að ræða við fjölmiðla.  Ég tók fjórar eða fimm umferðir og var orðinn ágætur undir það síðasta.  Samt kalt á fingrunum.   Þetta var náttúrulega ákaflega gaman.