Moggabloggið birtir IP tölur kommentara

Moggabloggið ergir mig enn og aftur. Í þetta skiptið þá er það vegna þess að þeir eru byrjaðir að birta IP tölur þeirra sem kommenta án þess að skrá sig inn. Þetta er bara fáránlegt. Það er engin ástæða til þess að gera þetta. Það er nauðsynlegt að skrá IP-tölur þannig að þeir sem eiga síðurnar geti séð hvaðan athugasemdirnar komi ef eitthvað óviðeigandi birtist.

Ég sendi núna áðan tölvupóst á blog.is þar sem ég heimtaði að öllum athugasemdum sem ég hef sent inn verði eytt eða að þeir hætti að birta IP-tölurnar. Ég sætti mig ekki við þetta kjaftæði.