Töffl

Ég var að ljúka við TOEFL prófið mitt.  Ef þetta var hraðakeppni þá vann ég.  Þetta var annars afburða leiðinlegt á tímabili.  Mér finnst að ég hefði bara átt að hlusta á texta er varða þjóðfræði en nei.  Hvað um það.  Skondnast var þegar svona helmingurinn af hópnum var á sama tíma í talprófinu.  Mjög súrt að horfa í kringum sig og heyra alla tala við sjálfa sig.  Það var reyndar sá þáttur sem mér fannst erfiðastur.  Reyndar líka af því að ég hafði engan áhuga á því sem var verið að ræða um.

Ég bókaði mig í þetta próf svona viku áður en að ég fékk að vita að samningar við Nýfundnaland hefðu ekki gengið upp.  Þar horfði ég á tíu þúsund krónur fara ofan í ræsið.  En síðan kom Cork upp og ég sá fram að geta kannski bara nýtt þetta þrátt fyrir allt.  Allavega er gott að hafa lokið þessu af.  Nú er bara að vonast eftir jákvæðu svari frá Erasmus og Cork.