Kjördæmaspilið

Augljóslega gat ég ekki staðist það að fylgjast með Kjördæmaspilinu. Ég bjóst þó ekki við að spila það sjálfur.  Það fór þó þannig að einn liðstjórinn mætti ekki og ég tók að mér að stjórna Sjálfsstæðisflokknum.

Fyrirfram þá lýsti Stefán, sem stjórnaði Alþýðuflokknum, því yfir að spilið væri ekkert of skemmtilegt en annað kom á daginn.  Spilið var æsispennandi.  Ármann lifði sig mest inn í það og sagði ítrekað “við Framsóknarmenn”.  Hann hefur það líka á samviskunni eins og ég að hafa kosið þann flokk á síðustu öld. Katrínu gekk ekkert rosalega vel að stýra Alþýðubandalaginu.

Úrslitin réðust á lokasprettinum. Þar fékk ég tækifæri til að fella annað hvort þingmann Alþýðuflokks eða Alþýðubandalags í Norðvesturkjördæmi. Þetta hefði átt að vera einfalt val. Alþýðuflokkurinn var með fleiri þingmenn í allt.  Vandinn var að þingmaðurinn sem ég átti möguleika á að fella burt úr þeim flokki var enginn annar en Björgvin Brynjólfsson sem stofnaði Samtök um Aðskilnað Ríkis og Kirkju.  Hann var eini maðurinn í spilinu sem ég hef haft persónuleg kynni af.  Tilfinningasemi mín réð úrslitum, ég felldi burt þingmann Alþýðubandalags og því urðum við Stefán jafnir efst með 12 þingmenn (við náðum ekki að klára alla þingmenn).  Í kjölfarið var ég ásakaður um kratisma.

kjordaemaspilid.jpg