Náttúruminjasafnið

Þar til fyrir viku síðan var ég ekki með neitt kosningaáróðursmerki. Ég var hins vegar með, og er enn með, eitt blátt merki sem á stendur “Náttúruminjasafn Íslands – Já, takk”. Ég vissi að safnið hefði lóð í Vatnsmýrinni og var því hissa þegar ég sá að Listaháskólinn væri að fá lóð þar. Það hefur síðan verið staðfest að þetta er sama lóð. Nú er ég mjög hlynntur Listaháskólanum en það er fáránlegt að gefa þeim þennan reit.  Síðan lýsi ég furðu minni á að þeir megi líka selja lóðina ef þeir vilja. Það er út í hött.

Náttúruminjasafnið virðist ekki vera í forgangi hjá neinum, það er tímabært að breyta því.