Ég veit ekki alveg hvaða skoðun ég hafi á því að auðmenn hvetja menn til þess að strika yfir fólk í kosningum. Ég er eiginlega á móti því en samt get ég ekki sagt að þetta sé eitthvað sem eigi að vera bannað. En ég held að auglýsing Jóhannesar hafi ekki verið gáfuleg. Málið er að fullt af fólk ætlaði að strika yfir Björn en núna er þetta allt sett í samhengi við auglýsinguna. En það er ljóst að ef Sjálfsstæðisflokkurinn tekur ekki tillit til þessa hóps sem þá munu margir flýja flokkinn næst.
Málið er samt að sama hvað Geir segir opinberlega þá hlýtur að hlakka í honum. Við skulum ekki gleyma að þeir hafa lengi verið andstæðingar. Björn ætlaði sér að verða formaður. Hans leið var að reyna að sigra fyrst borgina og taka síðan yfir flokkinn. Mislukkaðist augljóslega algjörlega.