Ég hef þá sent Morgunblaðinu rukkun fyrir að nota mynd mína á vef í eigu fyrirtækisins. Það eru nærri tveir sólarhringar síðan að ég sendi þeim kröfu um að myndin yrði fjarlægð þannig að ég get ekki túlkað það öðruvísi en að þeir ætli að hafa hana þarna áfram.
Morgunblaðið rukkar fólk um 8500 krónur fyrir að birta myndir frá sér á heimasíðu fyrirtækis. Ég taldi óhætt að tvöfalda þá upphæð þar sem ég gaf ekki leyfi fyrir birtingunni og þar að auki þykir mér eðlilegt að bæta annarri tvöföldun við þar sem höfundar var ekki getið. Það gerir 34.000 krónur. Nú spyr ég hvernig er með virðisaukaskatt af svona upphæð, þarf ég að hugsa um slíkt?
Þú ættir að kynna þér notkunarskilmála Morgunblaðsins fyrir Bloggið, en þar kemur skýrt fram að það er á ábyrgð hvers höfundar fyrir sig að virða höfundaréttarlög alls efnis sem þar er birt.
Ég efast ekki um að Morgunblaðið hefur tekið pósta þína alvarlega og haft samband við eiganda bloggsins, og málið sé í vinnslu.
Skv. minni bestu vitund áskilur Morgunblaðið sér rétt til að loka bloggi hvers sem hefur gerst sekur um brot á höfundaréttarlögum oftar en einu sinni, og gæti vel komið til þess ef eigandi þess neitar að taka niður myndina þína.
Ég er ekki lögfræðingur en hef reynslu af notkun notendaleyfa (ég hef gefið út hugbúnað undir t.d. GPL leyfinu og áskilið mér höfundarétt), og samkvæmt mínum skilningi skiptir máli hvernig myndin er birt upprunalega (koma fram upplýsingar um höfundarétt, eða takmarkanir á notkun efnisins, osfrv).
Hvað sem því líður, þá tekur eigandi bloggsíðu fulla ábyrgð á öllu því efni sem þar birtist, ekki hýsingaraðilinn, það vita flestir netverjar, svo þú ættir að sakast við Svein.
Eitt smáatriði í lokin, myndbirting myndar í eigu Morgunblaðsins á vef einstaklings kostar 2100 kr, ekki 8500kr.
kær kveðja,
Steinn fyrrum mbl.is starfsmaður 😉
Ég sagði í pósti mínum að ég krefðist þess að myndin væri tekin út nú þegar, það var ekki gert. Mér kemur ekkert við hvaða skilmálar Morgunblaðið setur. Ég gaf þeim færi á að taka myndina út, það var ekki gert og því eru þeir rukkaðir.
Varðandi höfundarrétt þá er skýrt að hann gildir nema að annað sé tekið fram. Sveinn veit vel að hann á ekki höfundarrétt á þessari mynd. Það er því réttast að hafa samband við þá sem sjá um hýsinguna. Það er líka ljóst að hann er að stela fullt af öðrum myndum.
Ég tel rétt að flokka þetta sem birtingu á fyrirtækjavef enda er blog.is ekkert annað.
Þú skalt bara fara með þetta fyrir dómsstóla. Ég hef það á tilfinningunni að þeir væru sammála mér 🙂
Ja, þú hefur þegar sýnt að þú hefur ekki einu sinni grunnskilning á höfundarréttarlögum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.
Ég tel ljóst að ritstjórnarleg ábyrgð sé hjá Morgunblaðinu sem rekur þennan vef í hagnaðarskyni. Þeir eru í raun að græða peninga á hugverkaþjófnaði. Ég gaf þeim fullt færi á að taka myndina áður en ég ákvað að rukka þá.
Ég lenti einu sinni í því að ég sé texta sem ég samdi var inn á síðu á blog.central.is, ég sendi kvörtun og þeir tóku þetta strax út. Þeir skildu ábyrgð sína. Morgunblaðið gerir það ekki.
HNEYKSLI!
Sko, Himmi styður mig.