Góðar tímar í bloggheimum

Það eru góðir tímar í bloggheimum. Leiðinleg Moggablogg deyja núna eins og Jói aukaleikari sem er sendur með aðalleikurunum í för til ókunnar plánetu í Star Trek þætti.

Síðan virðast vinsældir Ellýjar vera að dala. Mín kenning er sú að blogg hennar hafi fyrst og fremst orðið vinsælt af því að allir voru komnir með ógeð á leiðinlegum stjórnmálabloggum (og já, ég er sekur um það að skrifa leiðinleg stjórnmálablogg).

Það er semsagt vor í lofti.

3 thoughts on “Góðar tímar í bloggheimum”

  1. Humm.. ég játa að ég skil þetta ekki alveg. Hvernig geta leiðinlegar bloggsíður farið í pirrurnar á manni? Væri ekki einfalt að sleppa því að lesa þær? :-/
    ..það er amk aðferðin sem ég hef notað hingað til og hefur dugað mér furðuvel 🙂

  2. Ég er að tala um Moggablogginu. Fólk er kannski að skoða yfirlitið þar og sér ekkert nema stjórnmálapælingar. Síðan rekst fólk á þulu að klæmast og það er þá tilbreyting frá því.

Lokað er á athugasemdir.