Að tapa á samstarfinu

Það er fyndið að sjá Sjálfsstæðismenn reyna að afneita því að samstarfsflokkarnir tapi alltaf á því að starfa með íhaldinu.  Árið 1987 fékk Framsókn sem hafði verið í stjórn með Sjálfsstæðisflokknum örlítið meira fylgi en árið 1983. Hins vegar tapaði Alþýðuflokkur árið 1995 (þó klofningur hafi haft sitt að segja) og Framsókn tapaði 1999, 2003 og 2007.  Gísli Freyr Valdórsson vill meina að útkoma Framsóknar í Reykjavík í fyrra gangi gegn kenningunni um að samstarfsflokkarnir tapi.  Hann hunsar þá það að flestir voru sammála um að Framsókn í Reykjavík hafi tapað á ríkisstjórnarsamstarfinu.  Það er reyndar bara þannig að Framsókn gengur almennt illa í Reykjavík.  Ég held að flokkurinn hafi fengið 8,3% í kosningunum 1990 (af hverju finn ég þessa tölfræði ekki á netinu?).

Ég myndi allavega giska á að Samfylkingin græði ekki á þessu samstarfi. Og ekki byrjar það vel með því að semja svona af sér.  Svertla talar um ódýrustu stelpuna á ballinu í þessu sambandi.

Ég verð að játa að mér finnst tillagan hans Stefáns Boga um nafn á ríkisstjórnina sú skemmtilegasta sem fram hefur komið, Geirlaug.