Jæja, ég er ágætur í ensku. Ég fékk útúr TOEFL prófinu. Ég skora hátt í öllu, annað hvort 29 eða 30 af 30 mögulegum nema í talmálinu þar sem ég fékk bara 26 af 30. Ég bjóst við að það hefði komið verst út enda leið mér frekar kjánalega að tala svona út í loftið í prófinu.
Samt er galli á gjöf Njarðar. Ég hef ekkert gagn að þessu. Cork biður ekki um TOEFL próf. Ég skráði mig í prófið um viku áður en kom í ljós að samningurinn milli Nýfundnalands og H.Í. hefði ekki verið endurnýjaður. Þar fóru um tíu þúsund krónur fyrir lítið. En ég get allavega bloggað um þetta.