Það er meiri gleði í dag. Ég fékk 8,5 fyrir Eigindlegar rannsóknaraðferðir. Reyndar voru fleiri með 9 en það skekkir hins vegar tölfræðina að flestir skráðu sig úr kúrsinum. Miðað við að ég var lengi að koma mér af stað í kúrsinum (Stúdentaráðskosningar og umsóknarvesen) og skilaði eiginlega öllu nema lokaskýrslunni of seint þá get ég verið ánægður. Þetta lækkaði meðaleinkunn mína örlítið, hún er semsagt rétt rúmlega 8,5 núna. Þessi tala breytist líklega ekki mikið þar sem flestir kúrsarnir sem ég á eftir að taka verða í erlendum skólum og þá skilst mér að ég fái bara “Staðið”. Þar að auki held ég að skorin ætli að taka líka upp Staðið/Fallið fyrir MA-ritgerðir. Hákarlinn gæti hins vegar breytt þessu eitthvað.