Það er áhugavert að sjá hvernig frjálshyggjumenn breytast í íhaldsskrögga um leið og þeir fá einhvern sess innan Sjálfsstæðisflokkinn. Siggi Kári skrifar færslu þar sem hann nöldrar yfir því að Atli Gíslason skuli ekki hafa mætt í messu. Frjálshyggjumaðurinn fyrrverandi er voðalega sár yfir því að menn skuli ekki fara eftir hefðum. Hann endar pistilinn á að skjóta á Hlyn Hallsson fyrir að voga sér að sleppa því að vera með bindi á Alþingi. Ef einhver úr VG myndi láta svona vitleysu út úr sér þá yrði þetta kallað, réttilega, forræðishyggja.
Annars þá finnst mér íslenskir frjálshyggjumenn upp til hópa, þó undantekningar séu vissulega til, vera svo lausir við allt það sem heillar mig til dæmis við marga bandaríska liberterians. Það að vilja lægri skatta, bjór í verslanir og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af náunga sínum er hvorki til marks um hugmyndafræði né hugsjónarmennska þó margir vilji trúa því. Yfirleitt vantar einfaldlega frjálslyndið inn í íslensku frjálshyggjuna og það munar um minna.