Ég er veikur. Ekki góða tímasetning. Ég ákvað því að láta vera að fara út í Odda í dag og slaka frekar á. Veikindin eru samt ekkert mjög slæm, aðallega pirrandi.
Ég náði næstum að læsa mig úti í morgun. Ég var að ná í blöðin og áttaði mig ekki fyrren of seint að ég var ekki með lyklana. Sem betur fer var ég bara læstur í anddyrinu, hurðin að íbúðinni var opin. Ég gat því dinglað hjá nágranna mínum sem kom að bjarga mér. Það hefði verið leiðinlegt að dúsa þarna frammi.