Aðlögunartími

Ég áætlaði að það væri nóg fyrir mig að taka einn dag til að jafna mig á því að vera kominn til Íslands. Það var ekki nóg þannig að ég slappaði líka af í dag eins og ég gat. Ég er líka ennþá að fúnkera að mestu á dönskum tíma. Ég hef nokkrum sinnum vaknað frekar ringlaður, fattaði ekki strax hvar ég var.

Ég er líka farinn að sakna þessa litla samfélags sem ég var hluti af í tvær vikur. Reyndar er voðalega gott að vera kominn heim.

Ég er náttúrulega ennþá veikur og hef verið það í þrjár vikur. Þetta er ekkert alvarlegt, bara pirrandi. Vona að þetta fari að lagast.