Aftur í rútínuna

Ég ætlaði að segja að það væri þögult í Odda en síðan kom fólk. Stuttu seinna byrjaði einhver að níðast á einhverju með einhvers konar hávaðaskapandi tóli. Kannski er þetta það sem ég þarf að búa við það sem eftir er sumars.

En núna er ég að fara að koma mér að verki. Ég á eftir að taka þrjú viðtöl. Vona að það reddist fljótt.

Áðan fór ég og keypti mér strætókort. Ég hafði ætlað að kaupa mér Græna kortið í von um að í lok ágúst yrði komið í gegn að frítt væri fyrir námsmenn í strætó en þegar á hólminn var kominn áttaði ég mig á því að fátt væri vitlausara en að treysta á Gísla Martein og félaga. Ég keypti mér því Rauða kortið sem Eygló getur vonandi notað þegar ég þarf ekki lengur á því að halda.

Getur annars einhver sagt mér hvort að Borgar Þór Einarsson er að reyna að vera fyndinn í þessari grein?