Myglað

Það er eitthvað að mygla hérna á þriðju hæðinni í Odda. Hugsanlega í einhverjum rusladall, þeir virðast ekki vera tæmdir reglulega í sumar. Það er líka vafasöm lykt hérna í ísskápnum, einhver hefur farið í sumarfrí án þess að henda matnum sínum. Í stiganum er síðan stór kaffiblettur sem hefur verið hérna síðan á fimmtudag. Sá sem hellti hefur ekki látið sér detta í hug að þurrka upp.