Spjall, bíó og spjall

Í dag fór ég til að spjalla við Valdimar um að hvernig rannsóknin gengur. Það gekk ágætlega og við enduðum með að tala þónokkuð um Gershon Legman.

Ég fór í bíó áðan með Sigga. Hann taldi að það væri fínt að fara í sexbíó og að enginn væri í bíó þá. Ekki alveg rétt. Næstum fullur salur á The Simpsons. Mikið af krökkum þó við værum á ensku útgáfunni en þeir voru ekkert óhóflega leiðinlegir. Myndin var fyndin en það kom oft fyrir að við Siggi vorum einir hlæjandi.  Við fórum á American Style og enduðum síðan heima. Spjölluðum dálítið um gamla tíma.

Siggi er sá vinur minn sem ég hef þekkt lengst. Við vorum saman í núllbekk fyrir langa löngu en við urðum ekki vinir fyrren en við unnum saman á golfvellinum núna fyrir 9 árum. Það tekur smá tíma að venjast mér.