Ég var rétt í þessu að velja mér herbergi í Cork. Í gær fékk ég nefnilega tvo kosti. Það sem ég valdi er lengra frá skólanum (sem gæti reyndar bara verið plús, mér þótti fínt að labba í skólann á hverjum degi í Århus) en hins vegar er það einstaklingsherbergi. Ég held að ég sé of gamall til að fara deila herbergi með bara einhverjum.
Leigan þarna fyrir þrjá mánuði virðist vera örlítið hærri en vinkona mín þarf að borga fyrir hvern mánuð í Berkeley. Ég á semsagt væntanlega ekki eftir að verða stórskuldugur eftir þetta. Það er á næstu dögum sem að allt verður komið á hreint.
Vonandi.