Ég er á bílnum í dag, er að fara að taka síðasta viðtal sumarsins. Ég nýtti hann líka í snatt. Fór og hitti Jakob og ræddi við hann um viðskipti og væntanlegar utanfarir. Næst náði ég í kortið sem ég vann á Bíódaga. Að lokum fór ég og verslaði mér buxur og fleira í Kringlunni.
Það er kannski rétt að taka fram að nýja Strætókerfið er augljóslega verra en það sem var síðasta vetur. Feginn er ég að búa ekki í Árbæ eða Efra-Breiðholti, það fólk hefur farið mun verr út úr þessu en ég. Sjálfur styð ég að fá bara kerfið aftur eins og þetta var síðasta vetur, ekki þjónustuskerðingu sem þeir reyna að dulbúa sem umbætur.