Það er áhugavert að heyra kvart og kvein yfir því að það séu fleiri konur en karlar í nýskipuðu Jafnréttisráði. Af einhverjum ástæðum vilja gagnrýnendurnir horfa eingöngu á Jafnréttisráð í þessu sambandi í stað þess að taka tillit til þess hvernig kynjaskiptingin er almennt í nefndum og ráðum hjá ríkinu. Gæti verið að ef við myndum taka inn í dæmið ráð og nefndir á svipuðu stigi stjórnsýslunnar þá myndi koma í ljós að konur séu í minnihluta þó þær hafi meirihluta þarna? Eða er rangt hjá mér að skoða þetta í stærra samhengi?