Í gær þá var ég að fara yfir afritin af viðtölunum mínum (uppskrifuðu semsagt) og þegar ég fór að opna þau þá kom í ljós að þau voru meira og minna biluð. Ég hafði ekki áhyggjur strax en þegar ég fór að skoða eintökin sem eru inn á tölvunni hennar Eyglóar þá varð ég hræddur. Eftir að hafa farið í gegnum þetta allt saman þá kom í ljós að eitt viðtal var hvorki til útprentað né á tölvutæku formi.
Ég þurfti að vanda mig rosalega til þess að fá ekki rosalegt panikkast. Ég gerði mitt besta til að lagfæra skjölin en þau eru greinilega bara fökkt.
Ég vissi líka af eintökum inn á ónýta harða disknum mínum (sem ég væri reyndar búinn að formatta ef hann væri ekki svo fökkt að það er ekki hægt að formatta hann). Í gær fór ég að skoða málið, fór inn í Windows 98 herminum og fann skjalið og það virtist í góðu lagi. Það var mikill léttir.
Það var hins vegar ekki lausnin því það er ekkert auðvelt að koma skjölum af ónýta disknum. Það tók í raun marga klukkutíma en rétt áðan opnaði ég skjölin (fann líka þau skjöl sem voru til útprentuð en ekki á tölvutæku) í Eyglóartölvu og gladdist mjög. Núna er spurning um að koma sér upp aukalegri baköpp leið. Það kom sér reyndar vel núna að ég hafði ekki eytt aukalegu baköppunum síðan í lok júní.