Að lokinni árshátíð

Helginni var eytt fyrir norðan á árshátíð Vantrúar. Á föstudaginn keyrðum við norður með Ósk og Sverri í farteskinu. Ferðin gekk bara vel. Þegar við komum norður þá fórum við beint á Greifann eftir að hafa skutlað ferðafélögunum á gistiheimilið.

Á Greifanum voru Hafdís, Mummi og Sóley. Við gáfum Hafdísi I can’t believe it’s not happiness með Hraun (hún var afmælisbarn föstudagsins). Sjáum hvort að hún tekur ekki ástfóstri við þá bráðlega. Maturinn á Greifanum var góður en síðan er þetta greinilega góður staður til að hitta ættingja. Sóley Sveinmars, Gunnlaugur Starri og Eyþór Gylfason voru öll á svæðinu. Seinna um kvöldið pössuðum við Sóleyju á meðan við spiluðum við Ósk og Sverri.

Við vöknuðum ekki mjög snemma á laugardag en fórum þá og hittum einn nýrri meðlim Vantrúar hana Kristínu sem hýsti Hjalta og Kára. Saman fórum við að borða og einnig í sund. Við notuðum rennibrautirnar ítrekað. Sjálfur skal ég samt full harkalega í botninn eftir að hafa farið í þá stóru.

Vantrúarseggir hittust síðan á kaffihúsinu Bláu könnunni. Þar var skrafað og borðað. Suma hafði ég ekki hitt áður og aðra hafði ég ekki hitt lengi.

Við borðuðum síðan uppúr sjö. Þar var margt um manninn. Góður matur og spjall fram á nótt. Við Hjalti fögnuðum því að fá Binni í Nýja testamentisfræðiklúbb Vantrúar.

Við borðuðum síðan morgunmat hjá Gylfa og Arnheiði. Síðan náðum við í Ósk og Sverri og brunuðum norður. Þegar við komum í borgina fórum við á Ruby Tuesday og borðuðum saman. Áðan skutluðum við þeim síðan heim og erum nú að reyna að ná okkur eftir helgina.