Maryam Namazie er með tvo áhugaverða fyrirlestra á miðvikudag (í dag í raun) og fimmtudag.
Sá fyrri verður í samkomusal Hallveigarstaða miðvikudag klukkan 12:00 á miðvikudag.
Sá seinni verður klukkan 12:15 í stofu 101 í Odda á fimmtudag.
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi miðvikudaginn 5. september nk. kl. 12:00 í samkomusal Hallveigarstaða. Á fundinum mun Maryam Namazie flytja erindi er nefnist: Women´s Rights, the Veil and Islamic Rule.
Maryam Namazie fæddist í Íran en fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bretlands. Hún hlaut síðar menntun sína í Bandaríkjunum þar sem hún bjó um nokkurt skeið. Hún er nú búsett á Bretlandi og hefur látið mjög að sér kveða í gegnum tíðina hvað varðar mannréttindi kvenna, Íslam, flóttamenn, Íran og. fl. Allar frekari upplýsingar um Namazie er að finna á heimasíðu hennar http://www.maryamnamazie.com
Kvenréttindafélag Íslands hvetur alla þá er hafa áhuga á alþjóðlegri baráttu kvenna og áhugafólki um Íslam til að mæta á fundinn sem er öllum opinn. Súpa verður í boði Kvenréttindfélags Íslands
og
Fimmtudaginn 6. september kl. 12:15-13:15 í Odda 101 flytur Maryam Namazie fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar, Siðmenntar – félags siðrænna húmanista og Skeptíkusar. Erindið kallar hún: „Afneitun trúarinnar, fyrrum múslimar og áskoranir pólitísks islams“ Í erindinu ræðir Maryam þróun pólitísks islams í Evrópu og leiðir til að vinna gegn áhrifum þess. Hún fjallar einnig um það hvernig verja þarf algild mannréttindi.
Maryam Namazie er aðgerðasinni og álitsgjafi sem vinnur m.a. að málefnum Írans, Mið-Austurlanda, mannréttindum kvenna. Erindið verður haldið á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.