Kastljósið

Kastljóssviðtalið við Maryam var ágætt. Þátturinn verður endursýndur um hálfeitt fyrir þá sem misstu af honum og síðan verður hann á netinu bráðlega, ef ekki nú þegar. Það eina sem mér fannst að var að þetta var orðað eins og að Maryam vildi banna blæjur með öllu. Sannleikurinn er sá að hún var að tala um alklæðnaðinn sem hylur konur að nær öllu leyti nema að það er örlítil rauf fyrir augun.

Sjálfur hef ég ekki verið með sérstaklega fastar skoðanir varðandi þetta en ég held að hún hafi sannfært mig. Þetta er einfaldlega kúgunartól.