Ólíkt Nönnu þá hef ég ekki hentuga lögerfingja og þarf í raun að gera erfðaskrá. Það gæti verið flókið og í henni þurfa að vera nokkur „ef“. Reyndar er ég búinn að skrifa uppkast. Er einhver lögfræðingur eða laganemi sem les þetta sem hefur einhverjar fleiri leiðbeiningar en þær sem koma fram í athugasemdakerfinu hjá Nönnu? Hvar á maður til dæmis að geyma erfðaskránna? Hvar finn ég fólk sem er sannanlega ógeðveikt?