Ég er að flytja út. Viðtölin mín og önnur gögn voru rétt áðan ferjuð út í bíl í íþróttatöskunni minni ásamt fjölmörgum tómum flöskum. Ég var líka með bandíkylfuna mína til að ógna stjórnmálafræðinemum sem voru með háreisti hérna niðri. Það eina sem ég á eftir að taka út er talvan, pennar, fokkjúfingurinn, gaypride skrautið og lesefni dagsins.
Ég kveð þessa aðstöðu hérna í Odda sem ég fékk í janúar ef ég man rétt. Núna yfirgef ég hornborðið góða sem ég hafði náð að taka yfir þegar Hjálmar flutti út. En það eru allar líkur á að ég snúi aftur.
