Öfgar og vitleysa

Það sem kemur kannski mest á óvart í umræðunum um trúboð í leik- og grunnskólum er sú stefna þjóðkirkjunnar að reyna að klína öfgastimpli á Siðmennt. Það er bara fáránlegt. Ég æsi mig ekkert þó að við í Vantrú séum talin öfgafólk því ég veit vel að við tölum harkalegar um þessi mál en áður hefur verið gert.

Reyndar er það ótrúlega oft þannig að ég sé fólk halda því fram að við höldum því fram að trúað fólk sé heimskt sem er bara fáránleg hugmynd. Við höfum aldrei sagt það og við erum ekki á þeirri skoðun. Sumt trúað fólk er þó heimskt eins og sumir trúleysingjar eru heimskir. Mér er alveg sama um gagnrýni en af hverju getur fólk ekki bara haldið sig við sannleikann?
Sem leiðir mig aftur að árásum ríkiskirkjunnar á Siðmennt. Hvaða almannatengslasérfræðingur hjá þeim ákvað þessa taktík? Er þetta óttinn við að Siðmennt fái stöðu lífsskoðunarfélags og fólk flykkist í þeirra raðir? Þetta er allavega einhver hræðsla því þetta er mjög vitlaus taktík.

Ég er talinn öfgafullur af því að ég gagnrýni trúarbrögð á netinu. Prestar sem stunda trúboð í leik- og grunnskólum eru aftur á móti hófsamir. Er þetta ekki svolítið öfugsnúið