Köku- og kremmeistarinn Óli

Ég hef alltaf haft gaman af því að baka en ég hef eiginlega ekkert getað gert það í rúm tvö ár. Það var því gaman að geta aðeins gert tilraun áðan, reyndar byrjað á einhverju auðveldu, skúffuköku. Þetta gekk allt vel fyrir utan að ég hef aldrei haft hugmynd um hve lengi þetta á að vera í ofninu, það kemur hvergi fram í Gulu Matreiðslubókinni hennar Mömmu. Þetta hefur stundum mistekist en núna virkað þetta alveg hundrað prósent.

Eftir að kakan var tilbúin þá kom í ljós að það vantaði rjóma sem er nauðsynlegur í kremið sem Eygló var búin að heimta að fá á kökuna. Nú skoðaði ég málið og augljósa svarið var að búa bara til glassúr. Ég hins vegar fór ekki augljósu leiðina heldur kíkti á uppskriftina að frosting og þá kom í ljós að við áttum allt í hann. Nú hefur mér oft mistekist að búa til frosting en ég tók áskoruninni og gerði tilraun. Eygló hjálpaði mér reyndar aðeins. Þetta tókst alveg frábærlega og Eygló sem man ekki eftir að hafa smakkað frosting féll alveg fyrir honum (enda er það ekki skrýtið þar sem þetta alveg viðbjóðslegasta sykurblanda sem til er).

Nú eigum við alltof mikið af köku en við getum örugglega komið henni út, Svenni og Hrönn eru vonandi að koma núna, veiðum Heiðu eftir vinnu á morgun, Siggi kemur annað kvöld. Síðan ætti tvíbbaparið Eva og Heiða að koma aðeins við á laugardaginn.

Ef einhver er að spá í hvað Gula Matreiðslubókin hennar Mömmu er þá er þetta raunverulega uppskriftir sem Mamma safnaði og Anna systir tók síðan saman fyrir okkur systkinin og gaf okkur í jólagjöf. Ægilega indæl gjöf.