Tvær fréttir sem bögguðu mig

Tvær fréttir á RÚV þurfa umfjöllun og þar sem Vantrúin er biluð þá verð ég að bauna þeim hingað inn.

Í fyrsta lagi er það samstarf lögreglu og Þjóðkirkjunnar um forvarnarstarf fyrir fermingarbörn, semsagt kerfisbundið að útiloka trúlaus börn og börn af annari trú en kristni frá þessum nauðsynlega boðskap. Hvers vegna er lögreglan í samstarfi við kirkjuna en ekki bara einfaldlega við skólann? Borgar Þjóðkirkjan þá slatta í þessu? Peningar sem koma ekki einungis frá þeim sem eru meðlimir kirkjunnar einsog ég hef oft bent á. Lögreglan á ekkert að vera að gera svona upp á milli trúarhópa.

Síðan var það presturinn á Þingvöllum vill fá meira fjör í messur kirkjunnar, ekki svona þungar og leiðinlegar enda vitum við fátt fælir fólk meira frá kirkjunni heldur en trúarlegur boðskapur.