Sprengdur

Góð Vantrúarmáltíð í kvöld. Þegar ég var að keyra út á nýju Hringbraut lenti ég í því að einhver fleygði einhvers konar sprengju undir bílinn. Ég myndi giska að þetta hafi verið nokkrar minni sprengjur teipaðar saman eða eitthvað álíka. Sprengingin skók allavega bílinn og hvellurinn var mikill. Ég sá líka blossann í speglinum. Ég var með fullan bíl og við kíktum flest út til að sjá hvað hafði gerst. Leigubílstjóri sem var fyrir aftan okkur staðfesti grun minn um hvað hefði gerst. Þetta gerir mig ekki að meiri aðdáanda flugelda og þessháttar rugls. Þó þetta hafi verið meinlaust þá brá mér voðalega.