Eitt sem var voðalega notalegt við Írland var vopnleysi lögreglunnar (Garda Síochána). Almennir lögreglumenn hafa kylfu og ekkert annað. Það sem er kannski merkilegast við þetta er að þessi stefna var tekin upp á meðan það geysaði borgarastríð á Írlandi. Samt virkaði þetta. Þessi stefna hefur gengið á Írlandi alla tíð og hefur haldist þrátt fyrir að lögreglan hafi þurft að fást við hryðjuverkamenn. Augljóslega eru til vopnaðir lögreglumenn sem eru sérhæfðari störfum. En ef við berum Írland saman við Ísland þá er þörfin á vopnaðri lögreglu augljóslega mun minni hér en þar.
Þegar ég kom inn á Stansted flugvöll núna í desember mættu mér tveir lögreglumenn með hríðskotabyssur. Ég fann fyrir ótrúlegri óöryggiskennd við að sjá þetta. Kalt blóð milli skinns og hörunds. Þetta var skelfileg sjón og ömurleg tilfinning sem fylgdi. Mikið er ég feginn að búa á landi þar sem byssur eru neyðarúrræði lögreglu.