Heimdellingar eru að kjósa sér stjórn en þó aðallega formann, fylkingarnar sem berjast um áhrif kalla sig blátt.is og hugsjónir.is.
Hugsjónafólkið er með áherslurnar á hreinu, að einkavæða ÁTVR og lækka áfengiskaupaaldurinn eru efst á blaði yfir raunveruleg málefni þeirra, það kemur þar af leiðandi ekki á óvart að Sigurður Kári er einn aðalstuðningsmaður þeirra. Þau fá að vísu plús fyrir að vilja aðskilja Ríki og Kirkju en þau eru vissulega í vitlausum flokki ef þau ætla að hafa þá skoðun, Kristilegi Íhaldsflokkur Íslands fer ekki að aðskilja Ríki og Kirkju.
Bláa fólkið virðist ekki hafa sérstök málefni nema að efla starf Heimdalls og gera félagið skemmtilegt.
Annars þá minnir mig að í fyrra hafi kosningar í stjórn Heimdalls farið þannig fram að Winner Takes All, semsagt að sú fylking sem vann formannskjörið fékk öll sæti í stjórninni. Það verð ég að segja að sé mjög óeðlilegt fyrirkomulag, spurning hvort það verður eins núna eða ekki (eða hvort mig sé jafnvel alveg að misminna).