Bakstungur í borgarstjórn

Mér þykir áhugavert að sjá fullyrðingar um að allir í borgarstjórn Reykjavíkur hafi svikið. Skoðum aðeins söguna. Eftir kosningar stungu Sjálfsstæðismenn Ólaf F. í bakið þegar hann hélt að þeir væru í alvöru samningaviðræðum við hann.

Fyrsti meirihlutinn féll síðan vegna þess að Sjálfsstæðismenn voru að stinga hvern annan og Binga í bakið. Bingi flúði þá. Hugsanlega má segja að Bingi hafi svikið Sjálfsstæðismenn en það er langsótt. Hann fór bara úr meirihluta sem var óstarfhæfur.

Núna stakk Ólafur F. félaga sína í borgarstjórn og Margréti Sverrisdóttur í bakið með því að semja við Sjálfsstæðismenn án þess að nokkuð hafi komið upp í samstarfi þeirra sem benti til slíks.

Ég spyr: Hverja hafa fulltrúar VG og Samfylkingar stungið í bakið?