Pústað

Bíllinn er kominn í lag. Þetta var semsagt þannig að við vorum á leið í Ruby Tuesday í gær og þá breyttist hljóðið og gangurinn í honum. Við fórum í fáfarna götu og lögðu bílnum. Grunur okkar, eða reyndar Eyglóar, beindist að pústkerfinu. Og viti menn, þegar ég kíkti undir sá ég að það lá rör í götunni. Rörið verandi hluti af pústkerfinu. Ég náði að beita brögðum til að koma í veg fyrir að rörið myndi dragast eftir götunni og tók stefnuna beint á bifreiðaverkstæðið okkar sem var sem betur fer ekki langt í burtu. Ég lét lykilinn inn um lúguna. Síðan náði Rósa í okkur og skutlaði upp á Ruby Tuesday með smá viðkomu heima.

Bíllinn komst að á verkstæðinu í dag. Skipt var um meiripart pústkerfisins og þetta kostaði 26 þúsund sem mér fannst ágætlega sloppið.