Í kvöld er verið að sýna eðalmynd á RÚV, rétt á eftir Gettu Betur:
Bókavörðurinn – Leitin að spjótinu
The Librarian: Quest for the Spear
Bókavörðurinn – Leitin að spjótinu (The Librarian: Quest for the Spear) er bandarísk spennumynd frá 2004. Bókavörður reynir að endurheimta töfragrip sem stolið er af safninu þar sem hann vinnur. Við það nýtur hann aðstoðar konu sem er vel að sér í bardagaíþróttum.
Leikstjóri: Peter Winther
Aðalhlutverk: Noah Wyle, Sonya Walger, Bob Newhart, Kyle MacLachlan og Kelly HuSýnt: Í kvöld 21.15
Aðalhlutverkið er eins og þið sjáið í höndum leikarans Noah Wyle sem er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur úr þáttunum um Bráðavaktina. Einnig er Kyle MacLachlan áberandi en hann þekkjum við úr sjónvarpsþáttum eins og Aðþrengdar eiginkonur og Tvídrangar. Eðalskemmtun í gegn.
Annars geri ég ráð fyrir einhver gálaus safngestur hafi bara sett spjótið í vitlausa hillu. Krakkar mínir munið að láta bókaverði um að raða bókum (og vopnum) aftur í hillurnar. Týnd bók er glötuð bók!