Ritgerðin mín á víst að vera um 110-120 blaðsíður. Ég veit ekkert um hve löng hún verður í raun. Ég er núna á tólftu blaðsíðu. Það er ekkert rosalega mikið en ég er raunar ekki búinn að vera að skrifa skipulega lengi. Ég á þar að auki um 25 blaðsíður sem ég innlima að miklu leyti inn í ritgerðina þegar á líður. Ég veit ekki hvenær ég klára. Það hjálpar mikið að hafa þessa vikulegu Terry fundi. Heldur manni gangandi.