Ég skil ekki hvað Hanna Birna hefur gert til að verðskulda þennan stuðning sem hún fær í könnuninni. Hún laumaðist út úr Valhöll eins og Gísli Marteinn. Gísli þorði allavega í Kastljósið þó það hafi líklega verið mistök. En það er reyndar ekki eins og að það sé nokkur þarna innanborðs sem hefur sýnt karakter.
Davíð Oddsson virðist annars vera að reyna að sökkva Sjálfsstæðisflokknum. Að ímynda sér að hann sé að reyna að fá Villa til að vera áfram. Nema að þessu hafi verið lekið bara til að sýna að Villi hefði einhvern stuðning á bak við sig til að hann gæti hætt með örlítilli reisn. Veit ekki.